laugardagur, október 16

Mrs. Sigga Bradshaw

Ég var að klára að taka til í herberginu mínu, kveikti á kertum og gerði svaka fínt. Ég sit núna í hornstólnum mínum -fuck the pain away- með útsýni yfir Laugarveginn og Klapparstíg í fína fína herberginu mínu, mjög í anda Carrie Bradshaw, að mér finnst.
Ég held að mér hafi loksins gengið ágætlega í prófi í Háskólanum, ég krossa fingur en mín tilfinning er sú að ég ætti að ná, var reyndar í prófi í áfanga sem fjallar um hjátrú og tilviljanir og þess háttar þannig að þegar fólk segir að eitthvað sé tilviljun fer ákveðið hugsanaferli í gang hjá mér, so sorry folks, en ég reyni að þegja og bara pollyönnu brosa.
Horfði á Hauka handboltaleikinn í gærkvöldi með Önnu Rakeli, við erum nýjustu stuðningsmenn Hauka og komumst að því að okkur finnst þybbnari markvörðurinn með ljósa hárið betri heldur en hinn og Vignir er bestur og svaka sætur sveittur og rauður :) Já , Haukar töpuðu, svona by the way.
Ég hugsa að þetta laugardagskveld fari bara í vinnu og svo heima í rólegheitum, líst vel á það plan. Ég þarf að vakna snemma á morgun og er að fara í skírn, svo er ég líka komin með miklar pælingar og kenningar um djammið sem ég get ekki greint frá að svo stöddu því þær eru ekki alveg fullmótaðar. Hvað um það, keypti nýtt Elle decoraition áðan og ilmkerti, kósý!!!
ciao bella

1 ummæli:

Sigga Dögg sagði...

ææ sakna þín líka sæta mín..er hætt að drekka soja latte þangað til þú kemur aftur! hlakka til að fara með þér út eftir jól ;)
mahalo